Einkennisplanta bæjarins

skrifað 23. maí 2016
Rósakirsið hennar LaufeyjarRósakirsið hennar Laufeyjar

Rósakirsi hefur verið valin einkennisplanta Hveragerðisbæjar. Með tímanum munu íbúar og gestir bæjarins því geta notið einstakrar litadýrðar þessa fallega trés einmitt á þeim tíma sem við hvað mest þráum sumar, betra veður og blóm í haga.

Einkennisplanta Hveragerðisbæjar

Umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar lagði til við bæjarstjórn nú nýverið að velja rósakirsi (Prunus Nipponica var.Kurilensis „ruby“) sem einnkennisplöntu Hveragerðisbæjar.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna á bæjarstjórnarfundi þann 14 apríl s.l.

Rósakirsi er fallegt tré sem stendur í blóma í maí hér á Íslandi. Tréð er harðgert og þolir þó nokkurn vind. Það nýtur sín best í sól eða hálfskugga. Plantan verður einkennandi í plöntuvali bæjarins og eru íbúar hvattir til að gróðursetja rósakirsi á áberandi staði í görðum sínum. M

Með ósk um gleðilegt sumar,

Unnur Þormóðsdóttir Formaður umhverfisnefndar Hveragerðisbæjar