Deildarstjóri óskast - Óskaland

skrifað 04. apr 2013
byrjar 15. apr 2013
 

Leikskólinn Óskaland, Hveragerði auglýsir!

Laus staða deildarstjóra í eitt ár við leikskólann Óskaland, Finnmörk 1, 810 Hveragerði, frá 1.júní 2013 – 31. maí 2014.

Umsækjendur hafi leikskólakennaramenntun eða sambærilega menntun. Reynsla af stjórnun og vinnu með börnum æskileg en ekki skilyrði.

Upplýsingar veitir Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í síma: 4834139.

Umsóknarfrestur er til 15.apríl n.k.