Laus staða deildarstjóra á Óskalandi

skrifað 11. sep 2014
byrjar 25. sep 2014
 
Börn á Óskalandi gróðursetja tré í hverfisgarðins sinn. Börn á Óskalandi gróðursetja tré í hverfisgarðins sinn.

Við leikskólann Óskaland, Finnmörk 1, Hveragerði er laus staða deildarstjóra !

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu starfi leikskólans.

Um er að ræða 100% stöðu á deild fyrir 3ja til 6 ára.

Menntun og hæfniskröfur:
* Leikskólakennararéttindi eða sambærileg réttindi áskilin
* Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja
* Áhugi og hæfni í starfi með börnum
* Góðir skipulagshæfileikar

Áhugasamir sendi umsóknir á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar Sunnumörk 2, 810 Hveragerði.

Til greina kemur að ráða fólk með aðra reynslu/réttindi.

Frekari upplýsingar veita Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri eða Guðlaug Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma: 4834139 eða í tölvupósti á netfangið: oskaland@hveragerdi.is

Umsóknarfestur er til 25.september n.k.

Umsóknareyðublöð má finna á vef Hveragerðisbæjar:

www.hveragerdi.is

Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.