Danskt kaffihús í Grunnskólanum

skrifað 17. maí 2013
Hópur þjóna úr 10. bekk grunnskólans. Hópur þjóna úr 10. bekk grunnskólans.

Fjölmargir heimsóttu grunnskólann í morgun þar sem nemendur 10. bekkjar slógu upp kaffihúsi að dönskum sið.

Skildpadde café og pizzeria kölluðust herlegheitin en nemendur gengu um hvítklædd og tóku pantanir sem gefnar voru á dönsku og svöruðu til baka á dönsku.

Ágóði veitingasölunnar rennur í ferðasjóð nemendanna en þau halda norður í land fljótlega á vit ævintýra í Skagafirði.

Afar skemmtilegt framtak og greinilegt á gestum að Skildpadde café féll í góðan jarðveg.

Annar hópur sá um að selja og afgreiða veitingarnar.