Breytt opnun leikskólanna

skrifað 18. ágú 2015
Myndin er frá afmæli Óskalands 2014.Myndin er frá afmæli Óskalands 2014.

Frá og með sumarfríum mun báðir leikskólar bæjarins bjóða lengdan opnunartíma þannig að börnin geta mætt kl. 7:30 á morgnana sé óskað eftir því. Báðir eru þeir einnig opnir til kl. 17.


Bæjarráð hefur samþykkt að báðir leikskólarnir taki upp opnun frá kl. 7:30 og að Leikskólinn Undraland hafi opið til kl. 17. Fyrirkomulagið hefur þegar tekið gildi.

Ákvörðun um þessar breytingar er tekin í kjölfar niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var meðal foreldra/forráðamanna leikskólabarna snemma árs en þar komu fram óskir um rýmri opnunartíma og þá sérstaklega á morgnana.

Er það von bæjarstjórnar að þessi breyting mælist vel fyrir.