Breytingar hjá Bókasafni

skrifað 05. feb 2013
Fleyg orð Henry David ThoreauFleyg orð Henry David Thoreau

Á bókasafninu fer fram margskonar menningartengd starfsemi sem íbúar og gestir bæjarins eru hvattir til að kynna sér nánar.

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá forstöðumanni Bókasafnsins í Hveragerði.

Þann 1. febrúar, tóku gildi eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Bókasafnsins í Hveragerði:

Árgjald hækkar úr 1650 í 1750 kr. Skammtímalánsgjald hækkar úr 450 kr. í 500 kr. (gildir í 3 mánuði). Nýtt kort í staðinn fyrir glatað kostar 500 kr. (áður 450 kr.).

Gjald verður tekið fyrir pantanir (frátektir) á bókum, 30 kr. fyrir hverja bókarpöntun. Flest önnur bókasöfn taka gjald fyrir pöntun (frátekt) á bókum. Leyfi hefur verið fyrir þessari gjaldtöku í nokkurn tíma hér, en við ekki nýtt okkur það fyrr en núna.

Aðgangur að interneti verður 200 kr. fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur (hefur verið 170 kr.). Önnur gjöld eru óbreytt. Notkun á þráðlausu neti á eigin tölvu/síma er áfram gjaldfrí.

Settur verður upp „hugmyndakassi“ á safninu þar sem fólki gefst kostur á að koma ýmsu á framfæri varðandi safnið, svo sem tillögum að viðburðum eða sýningum, óskum um bókakaup, óskum um breytingar á opnunartíma o.s.frv. Við munum kíkja í kassann vikulega. Við getum kannski ekki orðið við öllum óskum, en skoðum þær a.m.k.

Engin sýning hefur verið í janúar. Við erum nú að efna í sýningu á nokkrum barnabókum sem verður út febrúar. Síðan er von á myndlistarsýningum í mars og apríl.

Loks minnum við á að núna er hægt að panta (láta taka frá) nýju bækurnar.

Með bestu kveðju, Hlíf Arndal, Bókasafnið í Hveragerði