Breyting á fyrirkomulagi innheimtu

skrifað 16. mar 2015
Grétar Eggertsson og Auður Ólafsdóttir frá Motus ásamt bæjarstjóra og skrifstofustjóra HveragerðisbæjarGrétar Eggertsson og Auður Ólafsdóttir frá Motus ásamt bæjarstjóra og skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 15. janúar breytingar á fyrirkomulagi við innheimtu vanskilakrafna Hveragerðisbæjar.

Bærinn hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Momentum um innheimtu vanskilakrafna en frá og með mars 2015 mun Motus taka að sér þetta verkefni.

Markmið Hveragerðisbæjar með samstarfinu við Motus er að tryggja jafnræði meðal íbúa sveitarfélagsins, halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri.

Motus hefur starfrækt skrifstofu á Selfossi frá árinu 2004 og starfsmenn skrifstofunnar ráða yfir víðtækri reynslu og þekkingu á svið innheimtu og ráðgjafar. Bæjarbúar geta leitað með erindi á skrifstofuna, sem staðsett er við Austurveg 3 Selfossi, alla virka daga milli 9:00 og 16:00.
Jafnframt má ná sambandi við þjónustuver Motus í síma 440 7700.

Aldís Hafsteinsdóttir