Börnin breiða út kærleiksboðskap

skrifað 08. nóv 2017
Hópurinn fyrir utan bæjarskrifstofuna.

Hver bekkur í grunnskólanum hér í Hveragerði á einn vinabekk. Nýlega hittust vinabekkirnir og útbjuggu saman vinakort með jákvæðum skilaboðum í anda vináttu og kærleiks.

Miðvikudagurinn 8. nóvember er dagur gegn einelti. Því hafa þessir sömu vinabekkir í allan dag gegnið í fyrirtæki og stofnanir bæjarins með vinakveðjurnar sínar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar hér á bæjarskrifstofunni þegar glaðlegur hópur barna afhentu Hveragerðisbæ fallegar kveðjur sem prýða munu afgreiðslu bæjarskrifstofu næstu daga.

Fallegur siður og þökkum við kærlega fyrir góða heimsókn.

Bæjarstjóri.

Vinakveðjurnar prýða afgreiðsluna.