Bollakökur - gott málefni !

skrifað 22. okt 2013
Bleika slaufanBleika slaufan

Nemendur í heimilisfræðivali í Grunnskólanum í Hveragerði ætla að nota október til að láta gott af sér leiða.

Með ykkar aðstoð geta okkar draumar ræst. Við ætlum að baka svakalega góðar bollakökur (e.cup-cakes) og bjóða ykkur þær til kaups. Kökurnar verða hinar glæsilegustu.

Kakan kostar 500 krónur og rennur peningurinn óskiptur til samtakanna Göngum saman.

Göngum saman er styrktarfélag sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Kökurnar verða afhentar föstudaginn 25. okt. Við ætlum að keyra þær út milli klukkan 8 og 9:30 þann morgun.

Við erum bjartsýn og viss um að geta selt 200 kökur og þannig safnað 100,000.- krónum.

Endilega hafið samband við ritara grunnskólans og pantið kökur (483-4350) eða á tölvupósti til Guðbjargar gudbjorg@hveragerdi.is og hjálpið okkur að láta þennan draum rætast.

Með bestu kveðjum og fyrirfram þökkum nemendur og leiðbeinandi í heimilisfræðivali.