Bókasafnsfréttir febrúar 2013

skrifað 03. sep 2012
Hveragerði frá Kambabrún. 

Þessi glæsilega mynd sem tekin er af Guðmundi Erlingssyni er sett hér með þessari frétt til að minna á að þrátt fyrir að sól hækki nú á lofti þá er fátt notalegra en heimsókn í bókasafnið á vetrarkvöldum.Hveragerði frá Kambabrún. Þessi glæsilega mynd sem tekin er af Guðmundi Erlingssyni er sett hér með þessari frétt til að minna á að þrátt fyrir að sól hækki nú á lofti þá er fátt notalegra en heimsókn í bókasafnið á vetrarkvöldum.

Bókasafnið hér í Hveragerði er sannkölluð menningar- og félagsmiðstöð. Þar geta áhugasamir notið listviðburða, upplestra og erinda auk þess sem sýningar eru þar reglulega settar upp.


Hér koma helstu fréttir frá Bókasafninu í Hveragerði:

Næstkomandi fimmtudagskvöld (21. febrúar) kl. 20:00 kemur Jón Yngvi Jóhannesson til okkar á bókasafnið og fjallar um bækur sem komu út á síðasta ári – aðallega „jólabækurnar“. Eftir erindi hans gefst kostur á spjalli og kaffisopa. Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta. Nýlega voru tíndar fram gamlar barnabækur í eigu safnsins og verða þær til sýnis fram að mánaðamótum. Gestir sem áhuga hafa geta fengið að skoða þær (líka þær sem eru í glerskápunum) og sumar eru til útláns. Elsta bókin er frá 1909. Nú liggja frammi myndir af börnum sem í dag gætu verið 10-12 ára, flestar teknar í bangsaheimsóknum á safnið. Þau börn sem finna mynd af sér, eða foreldrar sem finna mynd af barninu sínu, mega eiga myndina. Á þriðjudögum drögum við fram blöð og liti, spil, púsl og töfl sem safnið á. Þá er tilvalið að kíkja inn og taka eina skák, reyna sig við púsl eða spila saman. Starfsfólkið á safninu fylgist með á sínu sviði t.d. með því að sækja fyrirlestra og námskeið. Einstöku sinnum rekst þetta á við opnunartíma safnsins og þá neyðumst við til að loka. Mánudaginn 4. mars þurfum við að loka kl. 17, en hinsvegar verður prjónakaffi um kvöldið kl. 18-20 svo hægt verður að kíkja á safnið á þeim tíma í staðinn. Næsta myndlistarsýning verður opnuð laugardaginn 2. mars kl. 14 og er það Rúna K. Tetzchner sem sýnir. Verið ávallt velkomin á bókasafnið ykkar. Hlíf, Anna og Maria