Bókahorn í sundlauginni

skrifað 29. júl 2016
Setustofan er hugguleg Setustofan er hugguleg

Það var glæsilegt að koma niður stigann í Sundlauginni Laugaskarði í morgunsárið. Búið er að hanna fallegt bókahorn og notalega setustofu fyrir fjölskylduna. Margrét Jóna Bjarnadóttir var fengin til að hanna og sjá um uppsetningu.

Útkoman er svo sannarlega glæsileg og þökkum við Margréti (og Guðmundi sem var Margréti til halds og trausts) kærlega fyrir vinnuna.

Hveragerðisbær er einn af bókabæjunum austanfjalls og er eitt af markmiðunum að fá íbúa svæðisins til að taka sem mestan þátt í því að kynna bækur, varðveita þær og stuðla að því að fólk á öllum aldri haldi áfram að njóta bókalesturs. Einnig hanga gamlar myndir á veggjunum sem endurspegla sögu laugarinnar.

Í bókahorninu í sundlauginni er tilvalið að setjast niður, lesa og njóta. Einnig má fá lánaðar bækur heim og koma með fleiri bækur.

Veðrið leikur við sundlaugagesti þessa dagana og er tilvalið að njóta helgarinnar í sundi.

Hægt að hæðarmæla börnin Barnahornið er kósýÞað er mikil sæla í sundi í Laugakarði