Bergþór og Albert í Skyrgerðinni

skrifað 08. mar 2019
byrjar 10. mar 2019
 
Albert og Bergþór er miklir gleðigjafar

Stórsöngvarinn, Bergþór Pálsson og lífskúnstnerinn Albert Eiríksson skemmta Hvergerðingum á Skyrgerðinni á sunnudaginn 10. mars kl. 17.00-17.45. Væntanlega verður sungið og fræðst um borðsiði, mannasiði og matarvenjur eins og þeim einum er lagið.

Allir velkomnir í boði 60+ hópsins og Jónínu Benediktsdóttur

Skyrgerðin býður afsláttarkjör af kvöldverði fyrir þá sem vilja gæða sér á veitingum að lokinni samkomunni.