Vöxtur í ferðaþjónustu framundan

skrifað 23. júl 2015
Fjöldi ferðamanna heimsækir Hveragerði en ef áform ganga eftir mun sjá fjöldi margfaldast á næstu árum.  Fjöldi ferðamanna heimsækir Hveragerði en ef áform ganga eftir mun sjá fjöldi margfaldast á næstu árum.

Þrjú stór mál á sviði ferðaþjónustu voru á dagskrá bæjarráðs í morgun. Hótelbygging við HNLFÍ, jarðböð í Dalnum og uppbygging Eden eru allt verkefni sem verða til skoðunar á næstu vikum.


Þrjú stór mál á sviði ferðaþjónustu voru á dagskrá bæjarráðs í morgun.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu Skipulags- og mannvirkjanefndar og fagnaði jafnframt metnaðarfullum áformum NLFÍ um uppbyggingu hótels í tengslum við þá starfsemi sem fyrir er á lóðinni Grænumörk 10. Bæjarráð samþykkti að fela Landform ehf að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi en bæjarstjóra var falið að ræða við fulltrúa NLFÍ um gerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar með það að markmiði að fyrirhuguð áform nái fram að ganga.

Bæjarráð samþykkti erindi um forkaupsrétt að Tívolíreitnum til 5 mánaða frá undirbúningshópi um uppbyggingu og rekstur fjölnota húss í Hveragerði undir merkjum Eden Geothermal Centre .

Bæjarráð samþykkt einnig beiðni frá félaginu First ehf um 6 mánaða forgang að 10 hektara byggingarlóð í dalnum innaf Hveragerði til byggingar heilsulindar.

Bæjarráð lýst yfir mikilli ánægju með þær hugmyndir sem hér eru settar fram enda samræmast þær vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu.

Fundargerð bæjarráðs frá því í morgun má lesa hér.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri

Hveragarðurinn í miðbænum er mikið aðdráttarafl í miðbænum, Hveragerðiskirkja gnæfir yfir bænum.