Flýtingu framkvæmda fagnað
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss er einn alhættulegasti vegkafli landsins og því eru úrbætur á honum löngu tímabærar. Bæjarráð telur einboðið að ráðist verði í alla framkvæmdina þar með talið frá Kömbum að Vármá eins fljótt og auðið er.
Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 7. nóvemer 2019 var lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem rætt var um samgönguáætlun 2020-2024 er þar er gerð tillaga um flýtingu mikilvægra samgöngubóta.
Í fimm ára aðgerðaráætlun sem fylgir samgönguáætlun er gert ráð fyrir að úrbótum á Suðurlandsvegi / hringveginum frá Kömbum að Biskupstungnabraut verði flýtt og þeim verði að fullu lokið á tímabilinu. Þar með taldar eru framkvæmdir við færslu hringvegarins neðan við Hveragerði frá Kömbum að Varmá.
Á fundinum fagnaði bæjarráð þeirri áherslu á bætt umferðaröryggi sem tillagan felur í sér og því frumkvæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sýnt í þessu mikilvæga máli.
Óumdeilt er að Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss er einn alhættulegasti vegkafli landsins og því er þessi framkvæmd löngu tímabær. Bæjarráð taldi því einboðið að ráðist yrði í alla framkvæmdina þar með talið frá Kömbum að Vármá eins fljótt og auðið er.
Afgreiðslu bæjarráðs hefur verið komið á framfæri við ráðherra með þeirri einlægu ósk að landsmenn allir geti sem fyrst ekið um öruggan Suðurlandsveg.
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri
Eldri fréttir
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt
-
29. sep 2019Nýbygging samþykkt við Ás, dvalar og hjúkrunarheimili
-
02. sep 2019Lýðheilsugöngur í Hveragerði