Aukinn opnunartími í Laugaskarði

skrifað 22. sep 2015
SundlauginSundlaugin

Vakin er athygli á breyttum opnunartíma sundlaugarinnar í Laugaskarði en frá og með 1. september opnar laugin og Laugarsport kl. 6:45 á morgnana. Með því móti er vinnandi fólki gert auðveldara að sinna líkamsrækt áður en vinna hefst.