Atvinnulóðir lausar til umsóknar

skrifað 17. nóv 2015
Hveragerði er góður kostur fyrir hvers konar atvinnufyrirtæki. Hveragerði er góður kostur fyrir hvers konar atvinnufyrirtæki.

Vakin er athygli á því að nú eru nokkrar lóðir til atvinnustarfsemi lausar til umsóknar í Hveragerði. Rétt er að geta þess að samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar er veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi allra lóða út árið 2015.


Vakin er athygli á því að nú eru nokkrar lóðir til atvinnustarfsemi lausar til umsóknar í Hveragerði.

Um er að ræða eftirtaldar lóðir í miðbæ Hveragerðis eða austan Breiðumerkur:

  • Austurmörk 6 - 3057,7 m2
  • Mánamörk 1 - 1.656,6 m2
  • Mánamörk 7 - 2.076 m2

Etirtaldar lóðir fyrir gróðurhús eru lausar til umsóknar:

  • Gróðurmörk 3 - 4.780 m2
  • Gróðurmörk 7 - 4.947,3 m2
  • Gróðurmörk 7a - 1.899,4 m2
  • Gróðurmörk 9 - 4.779,5 m2

Vakin athygli á því að fyrir neðan Suðurlandsveg hefur verið deiliskipulagt svæði fyrir stórar athafnalóðir þar sem möguleiki er á að stærri fyrirtæki geti komið sér vel fyrir. Skipulags- og byggingafulltrúi veitir allar upplýsingar um það svæði sé eftir því leitað.

Rétt er að geta þess að samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar er veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi allra lóða í Hveragerði út árið 2015.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri