Risakór í Grunnskólanum

skrifað 07. nóv 2012
Halldór Gunnar tók í lokin mynd af sé með allan hópinn í baksýn.Halldór Gunnar tók í lokin mynd af sé með allan hópinn í baksýn.

Nemendur og starfsmenn fjölmenntu í miðrými Grunnskólans í dag,miðvikudaginn 7. nóvember, til að taka þátt í verkefninu „rödd þjóðarinnar". Halldór Gunnar kórstjóri Fjallabræðra var mættur til að hljóðrita raddir barnanna, og þar með bætast þau í þann risastóra kór sem hljóma mun í lokakafla lags sem nefnist Ísland og verður síðar gert öllum aðgengilegt á vefnum.

Nokkrar atrennur voru gerðar að laginu og í lokin var sungið svo undir tók í húsinu. Kórstjórinn hafði á orði að söngurinn hlyti að hafa heyrst alla leið á Selfoss og ekki fór hjá því að viðstaddir hrifust af ánægjunni og gleðinni sem skein úr hverju andliti.

Viðlagið sem sungið var hljómar svona:

Þúsund ár og þúsund enn, þó elni fjara' og rísi flóð. Þúsund ár.

Ánægjan skein úr hverju andliti