Afsláttur fasteignaskatts og holræsagjalds 2012

skrifað 05. jan 2012

Tillaga að viðmiðunartekjum vegna tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega var samþykkt af bæjarráð i þann 5. janúar. Gert er ráð fyrir að viðmiðunartekjur hækki milli ára um 2,25% sem er í samræmi við hækkun grunnlífeyris Tryggingastofnunar ríkisins.

Tillaga að viðmiðunartekjum vegna tekjutengds afsláttar fasteignaskatts og holræsagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega var lögð fram og samþykkt af bæjarráði þann 5. janúar 2012.

Í tillögunni er ert ráð fyrir að viðmiðunartekjur hækki milli ára um 2,25% sem er í samræmi við hækkun grunnlífeyris Tryggingastofnunar ríkisins. Viðmiðunartekjurnar verða sem hér segir:

Einstaklingar:

 • 2.119.000 100%
 • 2.473.000 75%
 • 2.826.000 50%
 • 3.180.000 25%

Hjón og sambúðarfólk:

 • 3.186.000 100%
 • 3.669.000 75%
 • 4.154.000 50%
 • 4.638.000 25%

Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi hjá elli- og

örorkulífeyrisþegum í Hveragerði eru eftirfarandi:

1.gr Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Hveragerði er veittur afsláttur af fasteignaskatti og fráveitugjaldi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Hveragerðis ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

2.gr. Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Hveragerði sem búa í eigin íbúð og:

 • eru 67 ára á árinu eða eldri
 • hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir upphaf álagningarárs.
 • hafa ekki leigutekjur af viðkomandi húsnæði.
 • hafa ekki fullvinnandi einstakling / einstaklinga aðra en maka búsetta á heimilinu. * * Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.

3. gr Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr. Ef um fleiri en einn íbúðareiganda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.

4. gr. Afsláttur er tekjutengdur. Afsláttur er hlutfallslegur og miðast við tekjur síðastliðins árs samkvæmt skattframtali. Til tekna teljast bæði launatekjur og fjármagnstekjur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.