Áfram stelpur - til hamingju !

skrifað 12. apr 2013

Á bæjarstjórnarfundi þann 11. apríl s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða af öllum bæjarfulltrúum:

Bæjarstjórn sendir hamingjuóskir til stúlknanna í meistaraflokki Hamars sem í gær unnu sig upp í Úrvalsdeild. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita meistaraflokki kvenna 500.000,- sem vonandi kemur í góðar þarfir við undirbúning fyrir næsta keppnistímabil.