Lífleg afmælisgjöf til bæjarbúa

skrifað 15. apr 2016
Sævar, Sölvi, Kiddi og Siggi formenn Hljómlistarfélags Hveragerðis ásamt KK. 
Á myndina vantar þá Heimi og Pál. Sævar, Sölvi, Kiddi og Siggi formenn Hljómlistarfélags Hveragerðis ásamt KK. Á myndina vantar þá Heimi og Pál.

Hljómlistarfélag Hveragerðis hefur í dag boðið Hvergerðingum upp á veglegan afmælisglaðning með tónlistarmanninum KK, í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðisbæjar. Ókeypis tónleikar með KK á Örkinni hefjast síðan í kvöld kl. 20:00

Hljómlistarfélag Hveragerðis hefur í dag boðið Hvergerðingum upp á veglegan afmælisglaðning með tónlistarmanninum KK, í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðisbæjar.

Mikil stemning var á leikskólunum Undralandi og Óskalandi þegar listamaðurinn KK mætti með gítarinn og söng, spilaði og spjallaði við börnin.

Ekki síðri var stemningin á Dvalarheimilinu Ási þegar heimilisfólk fjölmennti til að hlýða á snillinginn. Var greinilegt að margir könnuðust við bæði lögin og ekki síður tónlistarmanninn.

Í kvöld, föstudagskvöldið 15.apríl Kl. 20.00 býður síðan Hljómlistarfélag Hveragerðis bæjarbúum öllum á ókeypis tónleika með KK á Hótel Örk. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Formenn Hljómlistarfélagsins vilja hvetja Hvergerðinga og nærsveitunga til að fjölmenna á tónleikana og eiga notalega kvöldstund með sextugum listamanni í sjötugum bæ.

Hvergerðingar þakka þetta skemmtilega frumkvæði og þessa góðu afmælisgjöf.

Sextugur listamaður í sjötugum bæ. Sextugur listamaður í sjötugum bæ. Heimilisfólk á Ási kunni vel að meta lög og texta KK.