Afmælisblað Hamars

skrifað 26. nóv 2012
Hamarsblað 20 ára forsíðaHamarsblað 20 ára forsíða

Í tilefni 20 ára afmælis Íþróttafélagsins Hamars sem fagnað var í mars á þessu ári var ákveðið að gefa út afmælistimarit sem spannar sögu félagsins.

Af heimasíðu Íþróttafélagsins Hamars:

Í tilefni 20 ára afmælis Íþróttafélagsins Hamars sem fagnað var í mars á þessu ári var ákveðið að gefa út afmælistimarit sem spannar sögu félagsins. Kosin var ritnefnd sem í sátu, Njörður Sigurðsson, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sveinsson. Um er að ræða 40 síðna blað með ýmsum fróðleik um deildir félagsins, viðtöl og myndir úr starfinu. Blaðið kom úr prentun nú nýverð og var því fagnað með útgáfuhófi í Bókasafni Hveragerðis. Stjórn Iþróttafélagsins þakkar ritnefnd, ásamt öllum þeim sem lögðu blaðinu lið með efni eða öðrum hætti.