Aðalskipulag Hveragerðis – Heildarendurskoðun

skrifað 23. nóv 2016
byrjar 29. nóv 2016
 

Almennur íbúafundur um heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 29. nóvember nk. kl. 20:00.

Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis 2005-2017

Almennur íbúafundur um heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 29. nóvember nk. kl. 20:00.

Fundurinn er liður í kynningu og samráði við skipulagsgerðina gagnvart íbúum í Hveragerði og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynnt verður:
• aðalskipulagstillaga á vinnslustigi, sem felur í sér stefnu bæjarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál til ársins 2029.
• tillaga um verndun yfirbragðs elsta byggðarkjarna bæjarins
• tillaga um verndun verðmætra trjáa
• tillögur um umferðarskipulag og umferðaröryggi

Auk þess verða á fundinum kynnt áform Orteka Partners á Íslandi slf. um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Ölfusdal.

Nánari upplýsingar um endurskoðun aðalskipulagsins er að finna hér

Aðalskipulagstillaga í vinnslu sem og greinargerð í vinnslu eru að finna undir hlekkjum hér neðar.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði