Fjármunir til framkvæmda í Reykjadal

skrifað 26. feb 2015
Reykjadalur er ein vinsælasta útivistarperla Suðurlands. Reykjadalur er ein vinsælasta útivistarperla Suðurlands.

"Úrbætur í Reykjadal" - verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðisbæjar, Landbúnaðarháskóla Íslands og Eldhesta hlaut háan styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða eða kr. 8.000.000,-.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir alls 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðisbæjar, Landbúnaðarháskóla Íslands og Eldhesta - "Reykjadalur" hlaut einn hæsta styrkinn sem úthlutað var eða kr. 8.000.000,-. Er styrkurinn ætlaður til áframhaldandi framkvæmda við hönnun aðstöðu við heita lækinn, gerð göngustíga og aðgerðir til að tryggja öryggi ferðmanna. Markmið styrkveitingarinnar er að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, náttúruvernd og aðgerðir sem auka öryggi ferðamanna.

Á undanförnum misserum hafa þessir sömu aðilar unnið að endurbótum á gönguleiðinni inn Reykjadal og aðstöðunni við heita lækinn og ættu þeir fjölmörgu sem um dalinn fara þegar að geta séð að miklu hefur verið áorkað við úrbætur á þessum stöðum.