60 umsóknir um umhverfisfulltrúa

skrifað 12. mar 2013
Lystigarðurinn Fossflöt er afar gróskumikill og fallegur. Lystigarðurinn Fossflöt er afar gróskumikill og fallegur.

Umsóknarfrestur um stöðu umhverfisfulltrúa rann út á miðnætti. Alls hafa borist 60 umsóknir um stöðuna. Ráðningarstofan Capacent mun á næstu dögum fara yfir umsóknirnar og sjá um ráðningarferlið í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar þar um.

Það er sérlega ánægjulegt að sjá hversu margir hafa áhuga á að koma til starfa hjá Hveragerðisbæ og taka þátt í því verkefni að gera góðan bæ enn betri.

Bæjarstjóri.