Hvergerðingar Norðurlandameistarar

skrifað 31. jan 2012
Hvergerðingar Norðurlandameistarar

Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir urðu um helgina Norðurlandameistarar félagsliða í blaki með danska liði sínu Marienlyst

Marienlyst frá Odense í Danmörku vann Gentofte 3-2 í úrslitaleiknum á NEVZA móti félagsliða í Kaupmannahöfn í gær en liðið vann Middelfart frá Danmörku og Nyborg frá Noregi á leið sinni í úrslitaleikinn.

Vikuna á undan urðu þeir danskir bikarmeistarar. Marienlyst tekur þátt í sterku norðurlandamóti um næstu helgi og eftir það þurfa þeir að verja titil liðsins í deildinni.

Til hamingju strákar !