Safnahelgi á Suðurlandi

skrifað 30. okt 2015
Safnahelgin hefst í dagSafnahelgin hefst í dag

Safnahelgin er ár hvert fyrstu helgina í nóvember. Þá munu söfn, setur og sýningar víða um Suðurland opna dyr sínar og bjóða velkomna gesti, reyndar líkt og allt árið hjá flestum. Safnahelgin er haldin til þess að vekja athygli á öllum þeim möguleikum sem í boði eru á Suðurlandi þegar kemur að söfnum, setrum og sýningum.

Dagskrá í Hveragerði

Bókasafnið, Sunnumörk

Opið föstudag kl. 13:00 - 18:30, laugardag kl. 11 - 16, sunnudag kl. 13 - 16

Bókasafnið býður upp á skemmtilega dagskrá fyrir fjölskylduna HIMINVÍDD – myndlistarsýning Huldu Sigurlínu Þórðardóttur - Hvað heitir bókin? Myndagetraun á bókasafninu og á Facebooksíðu safnsins

Laugardagur - Dagur myndlistar - Myndlistarbókum í eigu safnsins stillt út. - Pappír, litir og litabækur liggja frammi fyrir börn og fullorðna sem vilja finna sköpunarþörfinni útrás. - Hulda Sigurlína verður á staðnum kl. 13-14.

Sunnudagur - „Skáldaskápur“ Listvinafélagsins í Hveragerði opinn fyrir áhugasama. Í skápnum eru bækur eftir hin svokölluðu „Hveragerðisskáld“ sem hér bjuggu á árunum 1940-1965 og nokkur nýrri. - Greiningarsýning og -fundur vegna ljósmynda úr Hveragerði kl. 13. Ljósmyndirnar eru í eigu Héraðsskjalasafns Árnessýslu og vonast er til að gestir geti þekkt fólk og staði á myndunum. Sýningin stendur eitthvað áfram.

Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21

opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12 – 18

MÖRK – Threshold er heiti sýningarinnar sem nýbúið er að opna - sjá síðu safnsins http//:www.listasafnarnesinga.is

Föstudagur kl. 17 Opnun sýningar Listvinafélagsins í Hveragerði um Listamannabæinn Hveragerði – sjá listvinir.is. Þá verður dagskrá Safnahelgar í Hveragerði líka kynnt.

Laugardagur kl. 15 Listamanns- og sýningarspjall Dagur myndlistar - Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir, tvær af fjórum sem eiga verk á MÖRK ræða við gesti um sýninguna og verkin sín.

Sunnudagur kl. 15 Notaleg samvera í safninu. Hörður Friðþjófsson seiðir fram íslensk og erlend lög á gítarinn, girnilegar kökur í kaffihúsinu, gnótt listaverkabóka til að líta í og pappír, litir, lím og skæri í listasmiðjunni fyrir börn og fjölskyldur að skapa.

Jarðskjálftasýningin, Sunnumörk

Opin föstudag kl. 9 – 17 og laugardag kl. 9 - 13 Aðgangur ókeypis – afþreying fyrir fjölskylduna

Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjáftans í maí 2008 í Hveragerði. Á sýningunni má sjá reynslusögur íbúa, upplýsingar um áhrif skjálftans á hús, nánasta umhverfi og innbú bæjarbúa. 2 fyrir 1 fyrir upplifun í jarðskjálftaherminum.

Söguskilti við Drullusund

Nýtt söguskilti við Drullusund verður afhjúpað kl. 14:30 sunnudaginn 1. nóvember. Söguskiltin eru orðin 8 og hafa þau vakið mikla athygli en skiltin eru í senn fróðleg og upplýsandi fyrir bæjarbúa og ferðamenn. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur hefur tekið saman textana.

Verið velkomin - ókeypis aðgangur - njótið safnahelgar með okkur

Afhjúpun söguskiltis við DrullusundMyndlistarsýning o.fl. á BókasafninuDagur myndlistar er á laugardaginnFjölbreytt dagskrá í Listasafninu