Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ

skrifað 30. jún 2016
Eitt af verkunumEitt af verkunum

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ var haldin í sjöunda sinn um síðastliðna helgi þar sem 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar setti sinn svip á sýninguna.

Sýningin lukkaðist frábærlega og bærinn prýddur alls kyns skreytingum og verkum eftir erlenda og íslenska blómaskreyta.
Auk þess var fjölbreytt dagskrá í gangi frá föstudegi til sunnudags og má þar nefna viðburði eins og opnun Blómasögusýningar í íþróttahúsinu, vígsla á nýjum goshver í Hveragarðinum, tónlist í Lystigarðinum, myndlista- og leiksýningar, plöntuskiptimarkaður og margt fleira.
Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir fegurstu garðana og buðu garðaeigendur svo gestum og gangandi að skoða verðlaunagarðana.

Athygli er vakin á því að Blómasögusýningin „Svona er í pottinn búið“ verður einnig opin 30. júní – 3. júlí frá kl. 12:00-18:00 í íþróttahúsinu.

Fleiri myndir frá Blóm í bæ 2016 má finna hér!

Blómaskreytar  Miðsumarstöng Blómaskreyting Sýningin