Menningarstund í kvöld

skrifað 30. apr 2013
Skáldagatan um miðja 20. öldSkáldagatan um miðja 20. öld

Þriðjudaginn 30. apríl n.k. verður Menningarstund í Listasafni Árnesinga kl. 20. Þar verður rifjuð upp saga frumkvöðla menningarlífs í Hveragerði í tali og tónum.

Svanur Jóhannesson flytur erindið „Listamannabærinn Hveragerði um miðja tuttugustu öld“, Njörður Sigurðsson les upp bréf frá Kristjáni frá Djúpalæk og Páll Sveinsson og hljómsveit leika og syngja lög eftir skáld úr Hveragerði. Boðið er upp á kaffi og kleinur og eru allir velkomnir.

Verkefnið er samstarfsverkefni Hveragerðisbæjar, Listvinafélags Hveragerðis og Sögufélags Árnesinga og hlaut styrk frá Menningarráði Suðurlands.

Jóhannes úr Kötlum, séra Helgi Sveinsson og Kristján frá Djúpalæk