Íþróttamaður ársins kjörinn í dag

skrifað 29. des 2016
Íþróttamaður ársins kjörinn í dag

Það er orðinn fastur liður í jólahátíð Hvergerðinga að Hveragerðisbær veitir afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefnir íþróttamann Hveragerðis. Að þessu sinni eru 15 íþróttamenn heiðraðir en þeir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Í dag, þann 29. desember kl. 17 verður athöfn á vegum menningar-, íþrótta- og frístundanefndar í Listasafni Árnesinga þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Hveragerðis.

Eftirfarandi íþróttamenn eru í kjöri:

 • Ágúst Örlaugur Magnússon fyrir góðan árangur í knattspyrnu
 • Björn Ásgeir Ásgeirsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
 • Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik
 • Fannar Ingi Steingrímsson fyrir góðan árangur í golfi
 • Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
 • Hekla Björt Birkisdóttir fyrir góðan árangur í fimleikum
 • Hrund Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í badminton
 • Kristján Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
 • Kristrún Rut Antonsdóttir fyrir góðan árangur í knattspyrnu
 • Matthías Abel Einarsson fyrir góðan árangur í lyftingum
 • Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí

Einnig fá þeir viðurkenningu sem hafa hlotið Íslands- og bikarmeistaratitla á árinu.

Allir velkomnir.