Kjör íþróttamanns Hveragerðis 30. des.

skrifað 29. des 2014
Kjör íþróttamanns Hveragerðis 30. des.

Kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2014 verður lýst þriðjudaginn 30. desember nk. í Listasafni Árnesinga kl. 17. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar stendur að kjörinu og er glæsilegur hópur íþróttamanna sem fá viðurkenningu fyrir afrek ársins.

Þeir íþróttamenn sem eru tilnefndir tilheyra sérsambandi innan ÍSÍ, hafa náð 16 ára aldri og eiga lögheimili í Hveragerði. Heimilt er hverju íþróttafélagi í Hveragerði eða einstaka deildum innan þess að senda inn tvær tilnefningar um íþróttamenn af báðum kynjum. Menningar- íþrótta- og frístundanefnd er einnig heimilt að tilnefna afreksmenn sem stunda íþrótt sína hjá öðrum félögum.

Eftirtaldir íþróttamann fá viðurkenningar og eru í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2014:

 • Árni Veigar Thorarensson fyrir góðan árangur í badminton
 • Björgvin Karl Guðmundsson fyrir góðan árangur í lyftingum og crossfit
 • Elín Hrönn Jónsdóttir fyrir góðan árangur í badminton
 • Elva Óskarsdóttir fyrir góðan árangur í hlaupum
 • Fannar Ingi Steingrímsson fyrir góðan árangur í golfi
 • Guðbjörg Valdimarsdóttir fyrir góðan árangur í blaki
 • Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
 • Janus Halldór Eiríksson fyrir góðan árangur í hestaíþróttum
 • Kristján Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
 • Kristrún Rut Antonsdóttir fyrir góðan árangur í knattspyrnu og körfuknattleik
 • Ragnar Ágúst Nathanaelsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
 • Snorri Þór Árnason fyrir góðan árangur í akstursíþróttum
 • Tómas Ingvi Hassing fyrir góðan árangur í knattspyrnu
 • Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí

Einnig verða veittar viðurkenningar til íþróttamanna sem hafa orðið Íslandsmeistarar á árinu.