Malbikun þriðjudaginn og aðfaranótt miðvikudags 30.-31.júlí

skrifað 29. júl 2019
byrjar 30. júl 2019
 

Þriðjudaginn 30. júlí er stefnt á að malbika akreinar á Eyrabakkavegi, milli hringtorgs við Fossveg og gatnamóta við Hagalæk.

Veginum verður lokað og hjáleiðir og merkingar settar upp skv. lokunarplani 8.0.10.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 20:00

Einnig er stefnt að því að malbika akreinar á Suðurlandsvegi aðfaranótt miðvikudags 30.-31. júlí, frá hringtorgi við Árbæjarveg og að Olís.

Akreininni verður lokað og umferðinni stýrt í gegnum vinnusvæðið.
Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.2.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20:00 til kl. 08:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Lokunarplan 8.0.2

Lokunarplan 8.0.10