Dregið í ratleikjum Blómstrandi daga

skrifað 28. ágú 2013
Jóhanna menningar- og frístundafulltrúi, Jóna í Hverablómi og Ólöf hjá Almari bakara sáu um að draga heppna þátttakendurJóhanna menningar- og frístundafulltrúi, Jóna í Hverablómi og Ólöf hjá Almari bakara sáu um að draga heppna þátttakendur

Góð þátttaka var í ratleikjum á Blómstrandi dögum. Heppnir þáttakendur voru dregnir út í dag og fá vinningshafar glæsilegar körfur með vinningum frá Sundlauginni Laugaskarði, Hverablómi, Almari bakara, Bókasafninu og Upplýsingamiðstöðinni.

Edda Lýðsdóttir vann í fjölskylduratleiknum en leikurinn tengdist söguskiltum bæjarins og Ása Erlingsdóttir vann í stólaratleiknum en sex skreyttir stólar voru víðsvegar í bænum.