Samþykkt tveggja nýrra deiliskipulaga og óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í Hveragerði.

skrifað 28. júl 2015


Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 23. júlí 2015 nýtt deiliskipulag athafnasvæðis sunnan Suðurlandsvegar, nýtt deiliskipulag Grímsstaðareits í miðbæ Hveragerðis og óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Arnarheiði í Hveragerði.

Deiliskipulagstillögur fyrir athafnasvæðið og Grímsstaðareit voru auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í Arnarheiði var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust við tillögur að deiliskipulagi athafnasvæðis og Grímsstaðareits og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar.
Deiliskipulag athafnasvæðis var samþykkt með breytingum þar sem fullt tillit var tekið til athugasemda frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Sveitarfélaginu Ölfusi og Minjastofnun varðandi vatnsvernd, fráveitu og fornminjar.
Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar