Fannar Ingi íþróttamaður Hveragerðis

skrifað 27. des 2013
Fannar Ingi Steingrímsson íþróttamaður Hveragerðis 2013Fannar Ingi Steingrímsson íþróttamaður Hveragerðis 2013

Fannar Ingi Steingrímsson kylfingur hjá GHG var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis í dag í hátíðarathöfn sem fram fór á vegum Hveragerðisbæjar í Listasafni Árnesinga.

Fannar Ingi hefur æft íþrótt sína af miklum metnaði og sjálfsaga. Fannar Ingi er þroskaður íþróttamaður þrátt fyrir ungan aldur og er fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Helstu afrek ársins má nefna vallarmet, 61 högg, á Strandarvelli á fullorðinsteigum (gulum teigum) en þar fór hann einnig holu í höggi og var með átta fugla. Í öllum unglingalandsliðsverkefnum ársins hefur hann á mótum leikið undir pari vallanna.

Fannar tók þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum erlendis þar sem hann stóð sig mjög vel en þar má nefna Finnish International Junior Campionship og Callaway Junior World Golf Campionship í Californiu.

Fannar Ingi er frábær íþróttamaður sem á framtíðina fyrir sér.

Það er menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem velur íþróttamann Hveragerðis. Eftirtaldir íþróttamenn voru í kjöri:

 • Snorri Þór Árnason fyrir góðan árangur í akstursíþróttum
 • Guðjón Helgi Auðunsson fyrir góðan árangur í badminton
 • Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
 • Kristján Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
 • Guðbjörg Valdimarsdóttir fyrir góðan árangur í blaki
 • Björgvin Karl Guðmundsson fyrir góðan árangur í lyftingum
 • Helga Hjartardóttir fyrir góðan árangur í fimleikum
 • Kolbrún Marín Wolfram fyrir góðan árangur í fimleikum
 • Fannar Ingi Steingrímsson fyrir góðan árangur í golfi
 • Ragnar Ágúst Nathanaelsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
 • Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik
 • Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí

Ljósmyndari: Guðmundur Erlingsson

Fannar Ingi á golfvellinumGlæsilegur hópur afreksmanna fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sinni íþróttagreinHljómsveitin Palli og pottarnir komu fram, Páll Sveinsson, Matthías Hlífar og Steinþór Bjarni