Staða húsvarðar í grunnskólanum er laus til umsóknar

skrifað 26. maí 2014
byrjar 10. jún 2014
 

Vantar húsvörð!

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir lausa stöðu húsvarðar frá og með 1. júlí nk.

Við leitum að samskiptaliprum einstaklingi sem lætur sér annt um vellíðan barna og fullorðinna í húsinu og leggur umhyggju og metnað í að halda skólanum okkar alltaf í sem bestu ástandi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun og/eða reynslu af viðhaldi húseigna.

Starfssvið húsvarðar felur í sér ábyrgð á að skólabyggingar og umhverfi sé umgengið og viðhaldið þannig að í þeim geti farið fram eðlilegt skólahald. Húsvörður ber ábyrgð gagnvart skólastjóra á viðhaldi og ræstingu skólahúsnæðis, skólalóð, húsbúnaði, leiktækjum og girðingum á lóð.

Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru: viska, virðing og vinátta og við leggjum metnað í að áhrif þeirra séu augljós í daglegu starfi. Skólinn flaggar Grænfánanum og er að stíga sín fyrstu skref sem þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskólar.

Umsóknarfrestur er til 10. júní

Frekari upplýsingar veitir Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri, fanney@hveragerdi.is og í síma 483-4350.