Sundlaugin opin eftir framkvæmdir

skrifað 26. apr 2013
Búið að steypa á efra svæðiBúið að steypa á efra svæði

Framkvæmdir við lagningu fráveitulagna að sundlauginni í Laugaskarði er nú að verða lokið. Steypufrágangur á stétt kláraðist fyrir helgi en ekki var hægt að steypa fyrr í vikunni v/næturfrosts.

Lokafrágangi á lóð er ekki lokið.

Laugargestir eru beðnir velvirðingar á þeirri truflun sem getur orðið vegna lokafrágangs á lóð.

Ákveðið var að lengja sumaropnunartíma laugarinnar.

  • Opnunartími frá 15. maí - 15. ágúst:

Mánudaga - föstudaga kl. 07:00 - 20:15 og um helgar kl. 10:00 - 18:45

Helgi múrari og Óskar verktaki sælir eftir gott múrverk í blíðunni Geiri að þrífa sundlaugina