Velkomin í Hveragerði um páskana

skrifað 26. mar 2013
Sundlaugin Laugaskarði  verður opin alla páskana frá kl 10:00 - 17:15Sundlaugin Laugaskarði verður opin alla páskana frá kl 10:00 - 17:15

Sundlaugin Laugaskarði

verður opin alla páskana frá kl 10:00 – 17:15.

Frá sundlauginni liggur heilsustígur meðfram Reykjafjalli en á stígnum eru æfingastöðvar sem samanstanda af æfingum sem reyna á mismunandi vöðvahópa annaðhvort vöðvaþol eða -styrk. Æfingarnar henta jafnt þjálfuðum sem og óþjálfuðum einstaklingum. Upplýsingaskilti um framkvæmd æfinganna eru á hverri æfingastöð.

Fræðsluganga um páskana

Gestum er boðið í fræðslugöngu frá sundlauginni Laugaskarði á föstudaginn langa og á páskadag kl 15.

Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, fer fyrir göngunni og segir sögu bæjarins á lifandi og skemmtilegan hátt.

Allir eru velkomnir.

Í bænum eru margar skemmtilegar gönguleiðir og er tilvalið að fara í göngutúr, lengri og skemmri gönguleiðir, allt eftir þörfum hvers og eins. Söguhringurinn er skemmtileg gönguleið með skiltum sem gefa yfirlit yfir sögu bæjarins. Nánari upplýsingar um gönguleiðir má finna á heimasíðu bæjarins og einnig má fá göngukort í sundlauginni Laugaskarði. http://www.hveragerdi.is/Ferdamenn/Gonguleidir/

Sundlaugin lokar

vegna fráveituframkvæmda frá og með 2. apríl næstkomandi. Opið verður í líkamsrækt frá kl 16 – 20 virka daga en ekki verður hægt að nota búningsherbergi og sturtu. Áætlað er að opna á ný 19. apríl.

Óskaverk ehf sér um framkvæmd verksins.

Falleg gönguleið liggur upp Varmárgil frá FossflötSöguganga með Nirði Sigurðssyni fer frá sundlauginni kl 15 á föstudaginn langa og á páskadag. Allir velkomnirÓskar verktaki byrjaður  á fráveituskurðinum