Almennur kynningarfundur um skipulagsmál í Hveragerði

skrifað 25. mar 2019
byrjar 02. apr 2019
 
Almennur kynningarfundur um skipulagsmál í Hveragerði

Almennur íbúafundur um skipulagsmál verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði þriðjudaginn 2. apríl nk. kl. 20:00. Á fundinum verða kynntar þrjár eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi, sem auglýstar hafa verið sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjarsvæðis. Tillagan felur m.a. í sér stækkun á deiliskipulagssvæðinu, lokun Skólamerkur og nýja eða breytta byggingarreiti.
2. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lystigarðsins Fossflöt. Tillagan felur m.a. í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum svæðisins og nýjar gönguleiðir næst grunnskólanum.
3. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sunnan Suðurlandsvegar. Tillagan felur m.a. í sér stækkun athafnasvæðisins til suðvesturs, nýja aðkomuleið að Öxnalæk og breytingar á legu göngu-, hjóla og reiðstíga.

Breytingatillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og eru þar til sýnis til fimmtudagsins 2. maí nk. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðis

Allir sem áhuga hafa á skipulagsmálum eru hvattir til að mæta á fundinn.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar