Ragnar Ágúst íþróttamaður Hamars

skrifað 25. feb 2014
Ragnar Ágúst var kjörinn íþróttamaður Hamars 2013Ragnar Ágúst var kjörinn íþróttamaður Hamars 2013

Ragnar Ágúst Nathanaelsson er íþróttamaður Hamars 2013 en kjörið var kunngjört á aðalfundi félagsins sem haldinn var sunnudaginn 23.febrúar.

Á aðalfundinum voru einnig heiðraðir þeir íþróttamenn deilda sem þóttu skara fram úr á árinu 2013.

Þeir sem voru heiðraðir sem íþróttamenn sinnar deildar eru:

  • Hrefna Ósk Jónsdóttir fyrir badminton
  • Ásdís Linda Sverrisdóttir fyrir blak
  • Kolbrún Marín Wolfram fyrir fimleika
  • Björn Metúsalem Aðalsteinsson fyrir knattspyrnu
  • Ragnar Ágúst Nathanaelsson fyrir körfuknattleik
  • Dagbjartur Kristjánsson fyrir sund
  • Jón Gísli Guðlaugsson fyrir skokkhópinn

Aðalfundarstörf gengu vel fyrir sig og reikningar félagsins samþykktir samhljóða.

Í stjórn voru kjörin Hjalti Helgason, Valdimar Hafsteinsson, Erla Pálmadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Álfhildur Þorsteinsdóttir sem kom ný inn í stað Halls Hróarsonar. Hallur gaf ekki kost á sér áfram en er þakkað góð störf fyrir félagið.

Óskar stjórnin Ragnari og þeim íþróttamönnum sem heiðraðir voru til hamingju með viðurkenninguna og hvetur alla íþróttamenn félagsins til góðra afreka á íþrótta á árinu 2014.

Frétt frá http://hamarsport.is/

Íþróttamenn sem hafa skarað framúr í sinni íþróttagrein á árinu 2013Stjórn Hamars frá vinstri: Friðrik, Álfhildur, Erla, Hjalti formaður og Valdimar