Íþrótta- og fjölskyldudagur á föstudag í Hamarshöll

skrifað 25. jan 2013

Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar verður föstudaginn 1. febrúar næstkomandi frá kl. 16:30 – 18:30.
Finnum íþróttaföt fjölskyldunnar og skemmtum okkur saman í leikjum, þrautum og íþróttum.

Allir velkomnir

Deildir Hamars munu kynna starfsemi sína og golfklúbburinn kennir réttu handtökin í púttinu.

Sjá nánar með því að smella á myndina