Jól í bæ - jólastemning og viðburðir

skrifað 24. nóv 2016
Viðburðadagatalið kom í hús bæjarbúa í vikunni. Viðburðadagatalið kom í hús bæjarbúa í vikunni.

Aðventan er sérlega viðburðarík nú fyrir jólin í Hveragerði og er auðvelt að gera sér glaðan dag. Jólastemning, jólaljós og jólatónlist mun lífga uppá bæjarlífið í svartasta skammdeginu.

Aldrei hafa verið eins margir viðburðir í boði og nú í kringum jólin. Það er tilvalið að setjast með viðburðadagatalið sem er komið í hús bæjarbúa og merkja við þá viðburði sem gaman væri að fara á.

Jólagluggadagatalið mun koma í hús bæjarbúa í næstu viku og verða víða sérstakar jólagluggaopnanir og viðburðir þeim tengdir. Einnig verður jólaratleikurinn á sínum stað en í mörgum jólagluggum má finna orð sem fjölskyldan raðar saman og myndar gamla jólavísu.

Njótið aðventunnar

Það verður jólastemningí Hveragarðinum í kvöld. Léttar Jólatónleikar með Páli Óskari og Moniku 1. des. Forsala aðgöngumiða í Bókasafninu frá 28. nóvember. Miðaverð kr. 3500.