Kvenfélagið færir Undralandi gjöf

skrifað 23. des 2014
Kvenfélagið færir Undralandi gjöf

Leikskólanum Undralandi barst góð gjöf í desember.
Kvenfélag Hveragerðis færði skólanum peninga sem komu að góðum notum við kaup á spilum fyrir börnin. Keypt voru bingóspil, samstæðuspil, rímspil og litaspil sem henta til notkunar á öllum deildum bæði við leik og kennslu.
Sendir leikskólinn Kvenfélaginu bestu þakkir fyrir gjöfina og óskar um leið öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Kvenfélagið færir Undralandi gjöfKvenfélagið færir Undralandi gjöfKvenfélagið færir Undralandi gjöf