Aðal- og deiliskipulag athafnasvæðis sunnan Suðurlandsvegar

skrifað 23. des 2014
Aðal- og deiliskipulag athafnasvæðis sunnan SuðurlandsvegarAðal- og deiliskipulag athafnasvæðis sunnan Suðurlandsvegar

Lýsingar á aðal- og deiliskipulagi athafnasvæðis sunnan Suðurlandsvegar á reit A9 í aðalskipulagi Hveragerðis.

Hveragerðisbær auglýsir hér með lýsingar á aðal- og deiliskipulagi athafnasvæðis sunnan Suðurlandsvegar og austan Þorlákshafnarvegar á reit A9 í aðalskipulagi Hveragerðis og liggur að lóðarmörkum skólphreinsistöðvarinnar.
Lýsingarnar eru í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þeir sem vilja koma athugasemdum eða ábendingum við lýsingarnar á framfæri skulu senda þær til skipulags- og byggingarfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is