Óveruleg breyting á deiliskipulagi hreinsistöðvar

skrifað 23. des 2014

Auglýsing um óverulega breytingu á deiliskipulagi hreinsistöðvar, Hveragerði.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjarbæjar samþykkti þann 11. desember 2014 breytingu á deiliskipulagi hreinsistöðvar. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagsmörkum. Deiliskipulagssvæðið minnkar úr 13,5ha. í 8,5 ha. Breytingin er tilkomin vegna tillögu að breytingu fyrirhuguðu athafnasvæði á reit A9 í aðalskipulagi Hveragerðis, norðvestan við hreinsistöðvarsvæðið.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 42. gr. og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar.
(Breytt deiliskipulag hreinsistöðvar (viðhengi))