Heildarendurskoðun aðalskipulags Hveragerðis

skrifað 23. nóv 2016
byrjar 29. nóv 2016
 Tillaga að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, samþykkti þann 6. júlí 2017 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017. Í tillögunni er megináhersla lögð á þéttingu byggðar svo nýta megi sem best núverandi innviði bæjarins s.s. samgöngumannvirki, veitukerfi og stofnanir. Helstu leiðarljós eru sjálfbærni, fjölskylduvænt umhverfi, blómabær og efling atvinnutækifæra. Tillagan, sem samanstendur af skipulagsuppdrætti, skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrslu, liggur frammi á bæjarskrifstofunum að Sunnumörk 2 og er til sýnis frá og með mánudeginum 10. júlí til fimmtudagsins 31. ágúst 2017 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 1. september 2017. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2 eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Aðalskipulagsuppdráttur tillaga
Greinargerð, tillaga

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar