Jól í bæ - viðburðadagatal

skrifað 23. nóv 2015
Bæjarjólatréð verður tendrað 29. nóv kl. 17.Bæjarjólatréð verður tendrað 29. nóv kl. 17.

Hið árlega viðburðadagatal bæjarins má finna á heimasíðunni efst í bláa rammanum til vinstri en þar eru upplýsingar um flesta þá viðburði sem eru í boði í kringum jólahátíðina í bænum okkar.

Kveikt verður á bæjarjólatrénu fyrsta sunnudag í aðventu þann 29. nóvember í Smágörðunum. Grunnskólakórinn, Jólaraddir syngur og mun skátafélagið Strókur bjóða upp á heitt kakó. Jólasveinar úr Reykjafjalli fá bæjarleyfi hjá Grýlu til að skemmta ungum sem öldnum. Um kvöldið verður aðventukvöld í Hveragerðiskirkju.

Þann 1. desember verður LISTAKVÖLD í Listasafni Árnesinga með ritlist, tónlist og myndlist. Árleg dagskrá í samvinnu við Bókasafnið í Hveragerði. Jóladagskráin “Kertaljós og klæðin rauð” verður í Listasafninu 6. des. En þá verður m.a. leiðbeint við kertagerð og einnig verða lesin upp jólaljóð.

Jólatónleikar verða áberandi í desember en Borgardætur flytja jólalög í Listasafninu 2. des. Söngsveitin verður með jólatónleika í Hveragerðiskirkju 13. des. Hvergerðingar syngja inn jólin er heiti tónleika sem verða 18. des. Síðan verður hið árlega Sölvaball Hljómlistarfélagsins 30. des. Á Hótel Örk.

Jólagluggadagatal bæjarins er orðin hefð og verður nú í sjötta sinn. Fyrirtæki og stofnanir skreyta sérstaka jólaglugga og verður opnaður einn gluggi á dag í desember fram að jólum. Fjölmargir leggja leið sína um bæinn til að skoða jólagluggana og taka þátt í jólaleiknum. Nú í ár má nokkra nótnatakta í gluggunum sem mynda heiti á jólavísu. Það var Guðrún Tryggvadóttir hjá Náttúran.is sem er hugmyndasmiður jólabókanna sem standa við hvern jólaglugga.

Sjá nánar um viðburði á heimsíðu bæjarins http://hveragerdi.is/

Jólasveinar koma úr ReykjafjalliBorgardætur verða með jólatónleika 2. des.Jólapeysudagur bæjarins verður 11. des.Hátíðamessur, aðventukvöld og jólatónleikar verða í Hveragerðiskirkju.Viðburðadagatalið jól í bæ er komið út