Hreyfivikan "MOVEWEEK"

skrifað 23. maí 2016
Move week 2016Move week 2016

Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 23. maí – 29. maí 2016. Hreyfivikan ”MOVE WEEK” er hluti af herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Við hvetjum alla sem taka þátt í vikunni að merkja myndir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #minhreyfing og #umfi og #visithveragerdi

Dagskrá í Hveragerði:

Mánudagur 23/5

 • Göngum eða hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm 
 • Kl. 6:00 - Fitness bilið býður 10 ára og eldri velkomna í opna tíma í zumba.
 • Kl. 11:00 - Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu:
 • ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min ,
 • ganga 3 er fyrir lengra komna, um 50 mín.
 • Crossfit Hengill býður upp á opna tíma kl. 16:30, 17:30 og 18:30. Allir velkomnir.
 • Kl. 17:00 - Fitness bilið býður 10 ára og eldri velkomna í opna tíma í zumba.

Þriðjudagur 24/5

 • Göngum eða hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm 
 • Kl. 10:00 - Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri.
 • Kl. 11:00 - Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu:
 • ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min ,
 • ganga 3 er fyrir lengra komna, um 50 mín.
 • Opin fimleikaæfing í Hamarshöll fyrir 6 - 10 ára kl. 16, fyrir 11 - 16 ára kl. 16:45 og fyrir 17 ára og eldri kl. 17:30.
 • Kl. 17:00 - Fitness bilið býður 10 ára og eldri velkomna í opna tíma í zumba
 • Kl. 17:30 - Skokkhópur, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 25/5

 • Göngum eða hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm 
 • Kl. 6:00 - Fitness bilið býður 10 ára og eldri velkomna í opna tíma í zumba.
 • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m + í Sundlaugina Laugaskarði.
 • Kl. 11:00 Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu:
 • ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min ,
 • ganga 3 er fyrir lengra komna, um 50 mín.
 • Kl. 16 - Strandblak fyrir 7 - 16 ára í boði blakdeildar Hamars.
 • Kl. 17 - Strandblak fyrir 16 ára og eldri í boði blakdeildar Hamars.

Fimmtudagur 26/5

 • Göngum eða hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm 
 • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is
 • Kl. 11:00 - Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu:
 • ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min ,
 • ganga 3 er fyrir lengra komna, um 50 mín.
 • Opinn badminton tími í Hamarshöll frá kl. 16 - 19. Allir velkomnir.
 • Kl. 17:00 - Fitness bilið býður 10 ára og eldri velkomna í opna tíma í zumba.

Föstudagur 27/5

 • Kl. 6:00 - Fitness bilið býður 10 ára og eldri velkomna í opna tíma í zumba.
 • Kl. 11:00 - Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu:
 • ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min ,
 • ganga 3 er fyrir lengra komna, um 50 mín.

Laugardagur 28/5 - Fjölskyldan saman

 • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
 • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sunnudagur 29/5 - Fjölskyldan saman

 • Syndum 200m + 
 • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
 • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sundkeppni

Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ verður sundkeppni á milli sveitarfélaga. Keppnin fer fram dagana 23. - 29.maí, báðir dagar meðtaldir. Þátttakendur skrá á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugar hversu marga metra er synt á hverjum degi.

Minnum á myllumerkin #minhreyfing og #umfi og #visithveragerdi