Tillaga að nýju deiliskipulagi í Hveragerði

skrifað 23. feb 2016
byrjar 12. apr 2016
 

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. febrúar sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi svæðisins „Brattahlíð, Laufskógar, Klettahlíð og Þverhlíð - götureitur”, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast til norðvesturs af Laufskógum, til norðausturs af Klettahlíð, til suðausturs af Þverhlíð og til suðvesturs af Bröttuhlíð. Deiliskipulagstillagan felur í sér blandaða byggð 1-2ja hæða einbýlis- og parhúsa. Tillagan ásamt lýsingu liggur frammi á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, frá 1. mars til 12. apríl 2016.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 15. apríl 2016 annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðis, Sunnumörk 2 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar