Sóley íþróttamaður Hamars
skrifað 23. feb 2015

Sóley Gíslína hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014 á aðalfundi Hamars sem haldinn var í gær, sunnudaginn 22. febrúar 2015.
Íþróttamenn deilda voru heiðraðir og hlutu eftirfarandi aðilar viðurkenningu:
- Hrefna Ósk Jónsdóttir, badminton.
- Ragnheiður Eiríksdóttir, blak.
- Anna Sóldís Guðjónsdóttir, fimleikar.
- Vadim Senkov, knattspyrna.
- Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, körfuknattleikur.
- Sverrir Geir Ingibjartsson, hlaup.
- Dagbjartur Kristjánsson, sund.
Á aðalfundinum var bryddað uppá þeirri nýbreytni að veita gullmerki Hamars fyrir störf í þágu félagsins og hlaut Valdimar Hafsteinsson þá viðurkenningu. Valdimar hefur setið í aðalstjórn Hamars í 20 ár samfleytt, verið formaður í knattspyrnudeild og blakdeild ásamt því að vera í stjórn Laugasports.
Myndir voru fengnar á heimasíðu Hamars http://hamarsport.is/
fleiri fréttir
-
18. feb 2019Fjölsóttur foreldrafundur
-
05. feb 2019Leikfélag Hveragerðis
-
04. feb 2019Loksins komið skautasvell
-
30. jan 2019Ánægja íbúa mest í Hveragerði
-
29. jan 2019Sýningin Huglæg rými í Listasafn Árnesinga
-
25. jan 2019Vinningshafar í jólagluggaleiknum
-
24. jan 2019Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu
-
24. jan 2019Flokkun úrgangs er forgangsmál
-
21. jan 2019Lífshlaupið 6. feb 2019
-
09. jan 2019Fréttatilkynning frá Sorpstöð Suðurlands