Sóley íþróttamaður Hamars

skrifað 23. feb 2015
Sóley Guðgeirsdóttir, körfuknattleikskona var kjörin íþróttamaður Hamars 2014Sóley Guðgeirsdóttir, körfuknattleikskona var kjörin íþróttamaður Hamars 2014

Sóley Gíslína hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2014 á aðalfundi Hamars sem haldinn var í gær, sunnudaginn 22. febrúar 2015.

Íþróttamenn deilda voru heiðraðir og hlutu eftirfarandi aðilar viðurkenningu:

  • Hrefna Ósk Jónsdóttir, badminton.
  • Ragnheiður Eiríksdóttir, blak.
  • Anna Sóldís Guðjónsdóttir, fimleikar.
  • Vadim Senkov, knattspyrna.
  • Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir, körfuknattleikur.
  • Sverrir Geir Ingibjartsson, hlaup.
  • Dagbjartur Kristjánsson, sund.

Á aðalfundinum var bryddað uppá þeirri nýbreytni að veita gullmerki Hamars fyrir störf í þágu félagsins og hlaut Valdimar Hafsteinsson þá viðurkenningu. Valdimar hefur setið í aðalstjórn Hamars í 20 ár samfleytt, verið formaður í knattspyrnudeild og blakdeild ásamt því að vera í stjórn Laugasports.

Myndir voru fengnar á heimasíðu Hamars http://hamarsport.is/

Íþróttamenn allra deilda voru heiðraðirValdimar Hafsteinsson fékk gullmerki félagsins úr hendi Hjalta Helgasonar formanns.