Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði.

skrifað 22. okt 2019
byrjar 31. okt 2019
 
5da0a1d08ecb9

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði.


Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 10. október 2019 óverulega breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði.

Deiliskipulagið nær til 30ha svæðis, sem afmarkast til suðurs og vesturs af Hringvegi (Suðurlandsvegi), til norðurs af Hamrinum og til austurs af núverandi byggð við Smyrlaheiði, Valsheiði, Kjarrheiði, Borgarhraun og Kambahraun.

Breytingin felur í sér tvær nýjar lóðir fyrir spennistöðvar á svæðinu.

Deiliskipulagsbreytingin hlaut meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði